Mánudagur - sautján..

Mánudagar eru svo góðir dagar, það er að segja ef ég kemst á fund. Í kvöld gaf ég mér tíma og fór á fund og rosalega var þetta yndislegur fundur.

Það var svo ótrúlega gott að hlusta á leiðarann, get eiginlega ekki lýst því.. hún talar svo frá hjartanu og ég skil hana svo vel þó svo ég geti ekki sett mig í allt það sem hún var að lýsa þá á ég samt við sama sjúkdóm að stríða og hún og það er það sem fær mig til að finnast ég skilja hana, við eigum það sameigilegt að vera ofætur.

Mér finnst ég hafa fengið svo ótrúlega mikið inn á batareikninginn minn í kvöld, allar þessar reynslusögur og frásagnir gefa mér svo ótrúlega mikið og hjálpa mér í mínum bata. Kærleikurinn sem umlykur mann þegar maður kemur á fundi er ólýsanlegur. Þarna er fólk eins og ég, nei það eru ekki tuttugu Ellur á þessum fundum, heldur fólk sem skilur mig og allt sem áður var bara einhver „klikkun“ í mínu höfði.

Ég fór til útlanda núna í sumar í fráhaldi en kom heim án fráhaldsins, ég týndi því í einhverju storcentrinu þarna úti. En sem betur fer, með hjálp míns æðir máttar og yndislegs sponsor er ég komin aftur í fráhald og í dag á ég dag númer sautján í fráhaldi og finnst það rosalega gott.

Jæja elskurnar mínar, takk fyrir að vera í GSA með mér.

Þangað til næst.

- Ella - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sykurmolinn

Takk fyrir fundinn.  Þú ert yndi.  Gangi þér vel

Sykurmolinn, 11.8.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk fyrir fundinn og gangi þér vel vina.

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.8.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Helga Dóra

Helga Dóra, 12.8.2008 kl. 00:07

4 Smámynd: María

Takk fyrir fundinn dúlla

María, 13.8.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband