Mánudagur - þessir púkar...

Ég er ekki að fýla þessa púka sem eru að bögga mig akkúrat núna. Var að koma af fundi og yfirleitt þá er ég æðrulaus og laus við svona hugarangur.

Á hægri öxlinni situr vinur minn sem styður mig algjörlega í fráhaldinu og segir mér að ýta frá mér svona óþarfa hugsunum og á vinstri öxlinni situr hömlulausi kolvetnis sjúklingurinn, klappar sér á bumbuna og reynir að sannfæra mig um að fá mér eitthvað í kroppinn því ég eigi það svo innilega skilið því ég er búin að vera svo rosalega dugleg!

Það er ekki hugarró á þessum bænum akkúrat núna.

Akkúrat núna er ég meðvituð um það hvað er best fyrir mig og ég er þakklát fyrir það. Ég get ekki sagt að það eigi við um allar svona stundir. Núna er ég búin að taka ákvörðun um að enda þennan dag með stæl og á morgun þegar ég vakna fæ ég yndislegan morgunmat. 

Hef ekki mikið meira að segja, varð bara að koma þessu frá mér.

- Ella - 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

og með því að enda daginn með stæl áttu vonandi við að tala við æðri og fara að sofa í fráhaldi?????? Það kalla ég stæl

Helga Dóra, 13.10.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Sykurmolinn

Ekkert kolvetni í öllum heiminum gæti veitt ofætunni hugaró, sama hvað þessi hér  reynir að selja okkur þá hugmynd.....  Dustaðu honum af öxlinni á þér og sturtaðu honum helst niður í tojarann

Gangi þér vel Ella mín  

Sykurmolinn, 13.10.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gangi þér vel Ella mín. Takk fyrir að vera í fráhaldi.

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.10.2008 kl. 23:51

4 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Veistu ég ég er alveg búin að tjékka á þessu undanfarnar vikur................og ég get sagt þér að ekki einu sinni fyrsti bitinn er góður því um leið og maður fær sér hann þá opnast bara hyldýpi sem vill bara meira og meira og plús það sem fylgir fyrsta bitanum er samviskubit fyrir alla peningana því maður veit það innst inni að þetta fer ekki vel, þetta hefur aldrei farið vel..................

gangi þér vel

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 14.10.2008 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband