Sunnudagur - helgarfrí í fráhaldi..

Helgin hefur gengið vonum framar. Áður en ég féll síðast fannst mér helgarnar alveg rosalega erfiðar en þessi helgi hefur verið góð.

Ég hef ekki haft of mikið að gera og bara haft hugann við efnið. Ég veit að ef ég hef of mikið að gera þá læt ég það sitja á hakanum að borða og þá fera allt í vitleysu því að um leið og ég er orðin of svöng þá sekk ég mér í vitleysuna.

Ætlaði að prufa að fara á sunnudagsfundinn en ég fór seint að sofa og hafði ekkert sofið nóttina áður þannig ég naut þess að liggja upp í rúmi og slappa af til hálf tvö.

 Þangað til næst.

- Ella -

 


Fimmtudagur - Fráhaldið í fyrsta sæti..

Jæja, fjórði dagurinn á enda.
Ég er ótrúlega ánægð með þetta því ég hélt að ég væri komin algjörlega út af strikinu.
Fjórir dagar í fráhaldi er náttúrulega bara Guðs gjöf, hvað þá ef þeir ná að verða miklu miklu fleiri. 
 
Fjórir dagar og mér líður bara ótrúlega vel, finn samt hvað vaninn hjá manni er rosalegur.
Mig langar ekki í neitt, samt er hugurinn eitthvað að spila með mann.
Sem betur fer er aðeins farið að síga á kolvetnisskýið þannig að maður er skýrari en áður. 
 
Það er annars bara nóg að gera hjá mér.
Er á fullu að undirbúa verkefni sem mig er búið að dreyma um að gera í langan tíma og nú er það að verða að veruleika, ekkert nema spennandi :)
 
Þangað til næst.
 
 - Ella - 

Sunnudagur - fráhald..

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.. 

Jæja, komið nýtt ár og árinu var ekki fagnaði í fráhaldi..

En koma tímar, koma ráð.. er búin að tilkynna morgundaginn og ætla að taka þann daginn í fráhaldi..

Gangi ykkur vel í ykkar fráhaldi.

- Ella -


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband