Mánudagur - þessir púkar...

Ég er ekki að fýla þessa púka sem eru að bögga mig akkúrat núna. Var að koma af fundi og yfirleitt þá er ég æðrulaus og laus við svona hugarangur.

Á hægri öxlinni situr vinur minn sem styður mig algjörlega í fráhaldinu og segir mér að ýta frá mér svona óþarfa hugsunum og á vinstri öxlinni situr hömlulausi kolvetnis sjúklingurinn, klappar sér á bumbuna og reynir að sannfæra mig um að fá mér eitthvað í kroppinn því ég eigi það svo innilega skilið því ég er búin að vera svo rosalega dugleg!

Það er ekki hugarró á þessum bænum akkúrat núna.

Akkúrat núna er ég meðvituð um það hvað er best fyrir mig og ég er þakklát fyrir það. Ég get ekki sagt að það eigi við um allar svona stundir. Núna er ég búin að taka ákvörðun um að enda þennan dag með stæl og á morgun þegar ég vakna fæ ég yndislegan morgunmat. 

Hef ekki mikið meira að segja, varð bara að koma þessu frá mér.

- Ella - 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband