25.8.2008 | 23:22
Mánudagur - ...
Hef ekki mikið að segja en langar samt að blogga smá...
Er þakklát fyrir að GSA er til...
Er þakklát fyrir að geta borðað allan þennan góða mat...
Er þakklát fyrir að ég get vigtað og mælt...
Hlakka til þegar ég stíg það skref að fara að purfa að elda meira "fansí" .. er alltaf í þessu "venjulega"....
Er komin á það stig að fara íhuga að vinna sporin.. að íhuga það er allavega smá sigur fyrir mig..
Hafið það gott GSA-vinkonur mínar og takk fyrir að vigta og mæla..
Þangað til næst..
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 19:46
Miðvikudagur - svooo södd :)
Ég var að klára að borða þriðju vigtuðu og mældu máltíðina mína í dag, sem sé kvöldmatinn minn og ég er svooooo södd en jafnframt svooooo sæl að það hálfa væri hellingur. Þetta er tilfinning sem ég finn bara þegar ég er í fráhaldi.
Mér líður aldrei vel þegar ég er södd og er í ofáti, þá er ég bara með samviskubit og ógeð á sjálfri mér fyrir að hafa étið svona mikið.
Núna finnst mér mallakúturinn vera blásinn út í allar áttir af seddu en samt líður mér svo vel.
Elska að vera södd, í fráhaldi :)
Takk fyrir mig í dag..
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2008 | 22:25
Mánudagur - sautján..
Mánudagar eru svo góðir dagar, það er að segja ef ég kemst á fund. Í kvöld gaf ég mér tíma og fór á fund og rosalega var þetta yndislegur fundur.
Það var svo ótrúlega gott að hlusta á leiðarann, get eiginlega ekki lýst því.. hún talar svo frá hjartanu og ég skil hana svo vel þó svo ég geti ekki sett mig í allt það sem hún var að lýsa þá á ég samt við sama sjúkdóm að stríða og hún og það er það sem fær mig til að finnast ég skilja hana, við eigum það sameigilegt að vera ofætur.
Mér finnst ég hafa fengið svo ótrúlega mikið inn á batareikninginn minn í kvöld, allar þessar reynslusögur og frásagnir gefa mér svo ótrúlega mikið og hjálpa mér í mínum bata. Kærleikurinn sem umlykur mann þegar maður kemur á fundi er ólýsanlegur. Þarna er fólk eins og ég, nei það eru ekki tuttugu Ellur á þessum fundum, heldur fólk sem skilur mig og allt sem áður var bara einhver klikkun í mínu höfði.
Ég fór til útlanda núna í sumar í fráhaldi en kom heim án fráhaldsins, ég týndi því í einhverju storcentrinu þarna úti. En sem betur fer, með hjálp míns æðir máttar og yndislegs sponsor er ég komin aftur í fráhald og í dag á ég dag númer sautján í fráhaldi og finnst það rosalega gott.
Jæja elskurnar mínar, takk fyrir að vera í GSA með mér.
Þangað til næst.
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.8.2008 | 02:18
Föstudagur - sumarið..
Sumarið er tíminn..
Langt síðan ég bloggaði síðast..
Ég er búin að gera fullt í sumar :)
Búin að vinna alveg helling.
Fara til útlanda..
Vera í fráhaldi..
Líða vel..
Detta úr fráhaldi..
Vera ósátt..
Byrja aftur í fráhaldi..
Vera sátt..
Missa mjög náinn frænda..
Vera rosalega sorgmædd og dofin..
_________________
Þetta er nú bara stiklað á stóru.
Ég átti gott sumarfrí og fór til Danmerkur í þrjár vikur.
Búin að vera heima núna í tæpar tvær vikur og byrjaði að vinna um leið og ég lenti liggur við.
Það er fínt að vera kominn aftur í rútínuna og njóta þess að eiga gott sumar hérna á Íslandinu.
Alveg ótrúlegt hvað það er búið að vera yndislegt veður.
Næst á dagskrá er fundur, búin að sakna þess að fara á fund og síðustu eina og hálfa viku hef ég ekki getað komið fundi á dagskrána.. ég veit að maður á að setja batann sinn í fyrsta sæti en þegar svona er ástatt vil ég hafa þetta svona :) og ef ég er sátt þá er allt í góðu..
Ekki meira í bili.
Takk fyrir mig :)
- Ella -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)