Færsluflokkur: Bloggar
18.1.2009 | 19:26
Sunnudagur - helgarfrí í fráhaldi..
Helgin hefur gengið vonum framar. Áður en ég féll síðast fannst mér helgarnar alveg rosalega erfiðar en þessi helgi hefur verið góð.
Ég hef ekki haft of mikið að gera og bara haft hugann við efnið. Ég veit að ef ég hef of mikið að gera þá læt ég það sitja á hakanum að borða og þá fera allt í vitleysu því að um leið og ég er orðin of svöng þá sekk ég mér í vitleysuna.
Ætlaði að prufa að fara á sunnudagsfundinn en ég fór seint að sofa og hafði ekkert sofið nóttina áður þannig ég naut þess að liggja upp í rúmi og slappa af til hálf tvö.
Þangað til næst.
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 21:44
Fimmtudagur - Fráhaldið í fyrsta sæti..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.1.2009 | 21:43
Sunnudagur - fráhald..
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla..
Jæja, komið nýtt ár og árinu var ekki fagnaði í fráhaldi..
En koma tímar, koma ráð.. er búin að tilkynna morgundaginn og ætla að taka þann daginn í fráhaldi..
Gangi ykkur vel í ykkar fráhaldi.
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2008 | 00:49
Fimmtudagur - langt síðan síðast...
Vildi skella inn nokkrum línum til að láta að ég er enn í blogg heimum, hef ekki yfirgefið bloggið enn sem komið er allavega :)
Ég er bara búin að vera í vinnunni upp á síðkastið, færi bráðum lögheimilið mitt þangað og fæ mér hengirúm þar :p
Hef ekki komist á fund síðustu mánudaga og er farin að sakna þess :) það lýtur út fyrir að ég komist næsta mánudag :) er farin að hlakka til að hitta yndislega fólkið þar :)
Annars er bara allt í góðum málum, léttist að mér finnst ofur hægt en ég er sátt meðan þetta fer niður, ekki upp! :) Ég át þetta víst á mig einhverjum tíma og þá tekur þetta kannski líka tíma að losna við þetta. En það sem skiptir mestu er að ég hef hugarró og líður vel :)
Þangað til næst :)
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2008 | 22:35
Mánudagur - þessir púkar...
Ég er ekki að fýla þessa púka sem eru að bögga mig akkúrat núna. Var að koma af fundi og yfirleitt þá er ég æðrulaus og laus við svona hugarangur.
Á hægri öxlinni situr vinur minn sem styður mig algjörlega í fráhaldinu og segir mér að ýta frá mér svona óþarfa hugsunum og á vinstri öxlinni situr hömlulausi kolvetnis sjúklingurinn, klappar sér á bumbuna og reynir að sannfæra mig um að fá mér eitthvað í kroppinn því ég eigi það svo innilega skilið því ég er búin að vera svo rosalega dugleg!
Það er ekki hugarró á þessum bænum akkúrat núna.
Akkúrat núna er ég meðvituð um það hvað er best fyrir mig og ég er þakklát fyrir það. Ég get ekki sagt að það eigi við um allar svona stundir. Núna er ég búin að taka ákvörðun um að enda þennan dag með stæl og á morgun þegar ég vakna fæ ég yndislegan morgunmat.
Hef ekki mikið meira að segja, varð bara að koma þessu frá mér.
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.9.2008 | 22:35
Mánudagur - góður dagur...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2008 | 22:35
Þriðjudagur - enn og aftur...
Þessa dagana þarf ég að minna mig á það mörgum sinnum á dag hvað það er mikilvægt fyrir mig að vigta og mæla og borða ekkert á milli mála.
Púkinn er oft að reyna að sannfæra mig um að ef ég fái mér þetta eða hitt þá sé ég búin að svala lönguninni og ég þurfi ekki meir... en ÉG veit að sama hversu mikið ég fæ mér, það er ALDREI nóg..
Ég er samt þakklát fyrir GSA, ég finn að það hjálpar mér.. ég verð bara að taka einn dag í einu, eina máltíð í einu, stundum eina mínútu í einu.
Eldaði mér ótrúlega góðan kvöldmat í kvöld..
Takk sykurmoli fyrir að deila þessari uppskrift með mér :)
Ekki lengra í bili...
Gangi okkur öllum vel, einn dag í einu.
- Ella -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2008 | 23:22
Mánudagur - ...
Hef ekki mikið að segja en langar samt að blogga smá...
Er þakklát fyrir að GSA er til...
Er þakklát fyrir að geta borðað allan þennan góða mat...
Er þakklát fyrir að ég get vigtað og mælt...
Hlakka til þegar ég stíg það skref að fara að purfa að elda meira "fansí" .. er alltaf í þessu "venjulega"....
Er komin á það stig að fara íhuga að vinna sporin.. að íhuga það er allavega smá sigur fyrir mig..
Hafið það gott GSA-vinkonur mínar og takk fyrir að vigta og mæla..
Þangað til næst..
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2008 | 19:46
Miðvikudagur - svooo södd :)
Ég var að klára að borða þriðju vigtuðu og mældu máltíðina mína í dag, sem sé kvöldmatinn minn og ég er svooooo södd en jafnframt svooooo sæl að það hálfa væri hellingur. Þetta er tilfinning sem ég finn bara þegar ég er í fráhaldi.
Mér líður aldrei vel þegar ég er södd og er í ofáti, þá er ég bara með samviskubit og ógeð á sjálfri mér fyrir að hafa étið svona mikið.
Núna finnst mér mallakúturinn vera blásinn út í allar áttir af seddu en samt líður mér svo vel.
Elska að vera södd, í fráhaldi :)
Takk fyrir mig í dag..
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.8.2008 | 22:25
Mánudagur - sautján..
Mánudagar eru svo góðir dagar, það er að segja ef ég kemst á fund. Í kvöld gaf ég mér tíma og fór á fund og rosalega var þetta yndislegur fundur.
Það var svo ótrúlega gott að hlusta á leiðarann, get eiginlega ekki lýst því.. hún talar svo frá hjartanu og ég skil hana svo vel þó svo ég geti ekki sett mig í allt það sem hún var að lýsa þá á ég samt við sama sjúkdóm að stríða og hún og það er það sem fær mig til að finnast ég skilja hana, við eigum það sameigilegt að vera ofætur.
Mér finnst ég hafa fengið svo ótrúlega mikið inn á batareikninginn minn í kvöld, allar þessar reynslusögur og frásagnir gefa mér svo ótrúlega mikið og hjálpa mér í mínum bata. Kærleikurinn sem umlykur mann þegar maður kemur á fundi er ólýsanlegur. Þarna er fólk eins og ég, nei það eru ekki tuttugu Ellur á þessum fundum, heldur fólk sem skilur mig og allt sem áður var bara einhver klikkun í mínu höfði.
Ég fór til útlanda núna í sumar í fráhaldi en kom heim án fráhaldsins, ég týndi því í einhverju storcentrinu þarna úti. En sem betur fer, með hjálp míns æðir máttar og yndislegs sponsor er ég komin aftur í fráhald og í dag á ég dag númer sautján í fráhaldi og finnst það rosalega gott.
Jæja elskurnar mínar, takk fyrir að vera í GSA með mér.
Þangað til næst.
- Ella -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)