29.9.2008 | 22:35
Mánudagur - góður dagur...
Sat á fundi áðan og var að hlusta og meðtaka.
Yndislegt að fara á fundina og hitta þetta yndislega fólk.
Það rann upp fyrir mér á fundinum áðan að dagurinn í dag hefur bara liðið smurt.
Það þýðir hjá mér að hugurinn hefur ekki verið á endalausu reiki, mig hefur ekki verið að langa í neitt á milli mála og bara sátt við minn yndislega góða mat.
Sjöundi dagurinn í fráhaldi að kveldi kominn.
Er þakklát fyrir að ég kemst alltaf fljótt inn aftur þrátt fyrir þessi föll mín.
Í dag líður mér vel og í dag er ég sátt.
Það er rosalega mikilvægt fyrir mig.
Finnst rosalega skemmtilegt hvað það smitar út frá sér það sem ég er að borða.
Ég er að stússast í því að vigta og mæla og byrja svo að borða matinn minn og þá eru allir slefandi yfir þessu girnilega salati eða því sem ég er að borða þann daginn.
Það er sko í tísku núna á vinnustaðnum að fá sér salat ;)
Annars er ég bara glöð með mig og mitt fráhald.
Þangað til næst.
- Ella -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)