Sunnudagur - helgarfrí í fráhaldi..

Helgin hefur gengið vonum framar. Áður en ég féll síðast fannst mér helgarnar alveg rosalega erfiðar en þessi helgi hefur verið góð.

Ég hef ekki haft of mikið að gera og bara haft hugann við efnið. Ég veit að ef ég hef of mikið að gera þá læt ég það sitja á hakanum að borða og þá fera allt í vitleysu því að um leið og ég er orðin of svöng þá sekk ég mér í vitleysuna.

Ætlaði að prufa að fara á sunnudagsfundinn en ég fór seint að sofa og hafði ekkert sofið nóttina áður þannig ég naut þess að liggja upp í rúmi og slappa af til hálf tvö.

 Þangað til næst.

- Ella -

 


Bloggfærslur 18. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband