18.5.2008 | 22:12
Sunnudagur - fráhaldið mitt..
Alltaf gott að eiga dag í fráhaldi.
Finnst rosalega gott að hugsa bara um einn dag í einu í fráhaldi, ef ég hugsa of langt fram í tímann og fer til dæmis að hugsa um hvernig fráhaldið mitt muni gangi í sumarfríinu í sumar eða eitthvað álíka finnst mér það einhvernveginn svo ómögulegt.
Helgin er búin að vera mjög fín. Fór út að skemmta mér á föstudaginn og það var bara mjög fínt. Ég hef nú aldrei verið eitthvað sjúk í að fara niðrí bæ en það er gaman af og til. Var ekkert of lengi enda var svo brjálæðislega mikið af fólki á Nasa að það var engu lagi líkt. Allir í góðu stuði enda jafnast enginn á við Pál Óskar og það var mikið stappað á fótunum á manni á dansgólfinu og meira að segja fékk ég flösku í mig, sem betur fer sá ég í hvað stefndi og gat sett hendur fyrir höfuð. Meira hvað fólk verður bilað með víni.
Var í matarboði í kvöld, grill matur og þvílíkt gott. Gaman þegar fólk er farið að sjá smá mun á manni. Finnst það ekki leiðinlegt. Ég sé hann ekki sjálf en finn aðeins mun á einum buxum sem ég keypti mér í síðustu útlandaferð.
Nú tekur bara ný vika við, alltaf jafn mikið að gera í vinnunni.
Hlakka til morgundagsins, fundur á morgun og svona.
Þangað til næst..
- Ella -
Athugasemdir
Gaman að heyra hvað þér gengur vel. Sjáumst annað kvöld.
Kristborg Ingibergsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.