25.5.2008 | 20:37
Sunnudagur - nóg að gera..
Alltaf nóg að gera á þessum bænum.
Fráhaldið ekki neinu í brjálæðislegu jafnvægi en ég held mig í fráhaldsgírnum því ég veit að dagurinn verður ekkert betri ef ég er í ofáti.
Eina sem ég veit fyrir víst að ef ég er í ofáti þá geri ég ekki neitt af því sem ég er búin að gera um helgina.
Búin að skoða hin fráhaldsbloggin óteljandi oft í dag, reyna að finna eitthvað til að halda mér í. Finnst svo gott að geta lesið fráhaldsblogg þegar ég er að dansa á þessari þunnu línu.
Annars líður mér bara vel. Er ekkert ósátt við að vera í fráhaldi þó jafnvægið sé ekki hið besta.
_____________________
Hættu að bíða eftir því að þú ljúkir námi, farir aftur í nám, að þú léttist um tíu kíló eða þyngist um annað eins, að þú gangir í hjónaband, fáir nýjan bíl og íbúð, að þú eignist barn, að börnin fari að heiman, að þú byrjir að vinna, að þú hættir að vinna.
Hættu að bíða eftir föstudagskvöldinu, að fjárhagurinn komist í lag, að útborgunardagur launa renni upp, að vorið gangi í garð, að sumarið banki uppá, að snjórinn byrji að falla.
Minnstu þess að núna er stundin til að vera hamingjusamur. Hamingjan er ferðalag, ekki ákvörðunarstaður. Hættu að bíða sífellt eftir tilefni til að verða hamingjusamur, hættu að drepa tímann því tíminn er þitt eigið líf.
Lifðu lífinu og njóttu augnabliksins.
Þú átt bara þetta eina líf.
______________________
Finnst alltaf gott að lesa þetta, búin að hafa þetta í símanum mínum lengi og renni yfir þetta af og til. Maður á að njóta stað og stundar ekki bíða alltaf eftir morgundeginum :)
Með þessu ætla ég að kveðja í bili.
- Ella -
Athugasemdir
Taka einn dag í einu og njóta hvers dags og vera sáttur við Guð og menn. Takk fyrir orðin þín.
Brussan, 25.5.2008 kl. 21:46
Takk fyrir þetta vina, og takk fyrir að vera í fráhaldi.
Kristborg Ingibergsdóttir, 26.5.2008 kl. 20:56
Einn dagur í einu og fara á fundi
Helga Dóra, 27.5.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.