Mánudagur - tíminn líður..

Vá hvað tíminn er fljótur að líða.

Og vá hvað það er langt síðan ég bloggaði. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að það er kominn næstum mánuður síðan ég bloggaði síðast.

Var að koma af fundi og auðvitað verð ég að blogga þá. Ég fyllist alltaf svo miklum móð þegar ég kem heim af fundi. Ég er ekki búin að fara á fundi síðustu tvær vikur vegna anna og það hefur alveg verið að segja til sín. Finnst svo gott að heyra ykkur hinar tala og alveg samsama mig við ótrúlega mikið af því sem ég heyri.

Ég finn það að þegar ég fer ekki á fundi verð ég latari við að leggja eitthvað í matinn minn og bara prógrammið yfir höfuð, vil helst bara gera eitthvað sem tekur bara smá stund en í gær tók ég mér taki og lagði sálu mína í matinn og mikið var hann nú góður. Svona vil ég gera gráu síðuna mína.. af öllu hjarta því mér þykir svo vænt um allt sem gráa síðan færir mér.

 Nú ætla ég mér að gera gráu síðuna eins og ég vil gera hana en ekki láta letina stjórna. Ég legg þetta í hendurna á æðri mætti því þá veit ég að allt verður í lagi.

 Takk fyrir að vera í fráhaldi með mér :)

 - Ella -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Takk sömuleiðis sæta

Helga Dóra, 23.6.2008 kl. 23:11

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Einmitt Ella mín, það er svo gaman að leggja allt í það að gera matinn sinn kræsilegan. Það er alltaf veisla hjá mér :o) Gangi þér vel elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.6.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: María

Oh, hvað það er gott að lesa bloggið þitt. Það er svo fallegt eins og höfundurinn. Takk sömuleiðis

María, 5.7.2008 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband