Þriðjudagur - enn og aftur...

Þessa dagana þarf ég að minna mig á það mörgum sinnum á dag hvað það er mikilvægt fyrir mig að vigta og mæla og borða ekkert á milli mála.

Púkinn er oft að reyna að sannfæra mig um að ef ég fái mér þetta eða hitt þá sé ég búin að svala lönguninni og ég þurfi ekki meir... en ÉG veit að sama hversu mikið ég fæ mér, það er ALDREI nóg..

 Ég er samt þakklát fyrir GSA, ég finn að það hjálpar mér.. ég verð bara að taka einn dag í einu, eina máltíð í einu, stundum eina mínútu í einu.

 Eldaði mér ótrúlega góðan kvöldmat í kvöld..

 Takk sykurmoli fyrir að deila þessari uppskrift með mér :)

 Ekki lengra í bili...

Gangi okkur öllum vel, einn dag í einu.

 - Ella -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Gangi þér vel.

Heiðarlega sporavinna hjálpar okkur að losna við þráhyggjuna og þessa líðan og okkur "vanti" eitthvað. 

Marilyn, 24.9.2008 kl. 08:59

2 Smámynd: Sykurmolinn

Gaman að heyra að þetta hafi fallið í góðan jarðveg :)  Gangi þér vel Ella mín

Sykurmolinn, 24.9.2008 kl. 09:53

3 identicon

Rakst á bloggið þitt Ella og langar bara að hrósa þér! Rosalega flott það sem þú ert að gera og gangi þér vel í því! Stundum erfitt að ná stjórn á hausnum, en mér sýnist þú vera að ná góðum tökum á honum!

 Gangi þér vel skvís :)

Ragnheiður (kvennó) (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:37

4 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

hvaða uppskrift ............mig vantar uppskriftir...............UPPSKRIFT hjálp

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 24.9.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband