Mánudagur - góður dagur...

Sat á fundi áðan og var að hlusta og meðtaka.
Yndislegt að fara á fundina og hitta þetta yndislega fólk. 
Það rann upp fyrir mér á fundinum áðan að dagurinn í dag hefur bara liðið smurt.
Það þýðir hjá mér að hugurinn hefur ekki verið á endalausu reiki, mig hefur ekki verið að langa í neitt á milli mála og bara sátt við minn yndislega góða mat.
 
Sjöundi dagurinn í fráhaldi að kveldi kominn.
Er þakklát fyrir að ég kemst alltaf fljótt inn aftur þrátt fyrir þessi föll mín.
 
Í dag líður mér vel og í dag er ég sátt.
Það er rosalega mikilvægt fyrir mig.
 
Finnst rosalega skemmtilegt hvað það smitar út frá sér það sem ég er að borða.
Ég er að stússast í því að vigta og mæla og byrja svo að borða matinn minn og þá eru allir slefandi yfir þessu girnilega salati eða því sem ég er að borða þann daginn. 
 Það er sko í tísku núna á vinnustaðnum að fá sér salat ;)
 
Annars er ég bara glöð með mig og mitt fráhald.
 
Þangað til næst.
 
- Ella - 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

Gott að sjá þig í kvöld, takk fyrir í kvöld....... knús

Brussan, 29.9.2008 kl. 23:16

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Gangi þér vel með matinn þinn elskan. Takk fyrir að vera til :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 29.9.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Ég er líka búin að vera að falla " helgi og helgi" en er einmitt feginn að komast strax inn aftur ..............er einmitt að degi 2 núna

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 30.9.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Helga Dóra

Gott að vita að fundurinn er enn að gera sitt,,, þótt að ég komist ekki ....

Gangi þér vel... Salat er svoooo gott... Prófaðu að setja allskonar osta út í ferska salatið... ógó gott.... 

Helga Dóra, 30.9.2008 kl. 13:11

5 Smámynd: Ella Guðný

Namminamm, ostasjúka ég sko er alveg til í svoleiðis :p

Ella Guðný, 30.9.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband