15.1.2009 | 21:44
Fimmtudagur - Fráhaldið í fyrsta sæti..
Jæja, fjórði dagurinn á enda.
Ég er ótrúlega ánægð með þetta því ég hélt að ég væri komin algjörlega út af strikinu.
Fjórir dagar í fráhaldi er náttúrulega bara Guðs gjöf, hvað þá ef þeir ná að verða miklu miklu fleiri.
Fjórir dagar og mér líður bara ótrúlega vel, finn samt hvað vaninn hjá manni er rosalegur.
Mig langar ekki í neitt, samt er hugurinn eitthvað að spila með mann.
Sem betur fer er aðeins farið að síga á kolvetnisskýið þannig að maður er skýrari en áður.
Það er annars bara nóg að gera hjá mér.
Er á fullu að undirbúa verkefni sem mig er búið að dreyma um að gera í langan tíma og nú er það að verða að veruleika, ekkert nema spennandi :)
Þangað til næst.
- Ella -
Athugasemdir
Til hamingju með fráhaldið þitt sæta Gangi þér vel í því sem þú ert að gera
Kristborg Ingibergsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:58
you rock girl.........einn dag í einu..nmw...gangi þér vel
Brussan, 16.1.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.