Mánudagur - fundir...

Mikið rosalega finnst mér gott að fara á fundi og þá sérstaklega mánudagsfundi. Það er eitthvað við mánudagsfundina. Hef prufað að fara á alla þrjá fundina og fór á þá alla í þrjár vikur þegar ég var að byrja í fráhaldi og finnst þeir allir æðislegir en ég bara get varla misst af mánudagsfundi. Það er kannski vegna þess að fyrsti fundurinn minn í þessu fráhaldi var á mánudegi og sú sem var að leiða fundinn talaði einhverveginn svo til mín og allt sem ég heyrði á þeim fundi átti svo við mig.

Ég var sum sé að koma heim af fundi. Ég finn það svo sterkt þegar ég sit fund hvað mig langar ekki til að taka fyrsta hömlulausa bitann. Auðvitað tek ég einn dag í einu og stundum bara mínútu í einu en þessi tilfinning er svo sterk á fundum. Ég vil vera í fráhaldi og tilheyra þessum frábæra hópi af fólki sem er í fráhaldi, fólk sem er eins og ég og skilur mig. Þess vegna finnst mér svo gott að fara á fundi og minna mig á þetta því stundum á ég það til að hugsa um það að ég ætli bara að vera í fráhaldi þangað til ég verð mjó. Því þegar ég verð mjó heldur minn bilaði haus að allt verði í lagi. Svona fer hausinn á mér stundum með mig, þvílíkt og annað eins.

En sem betur fer hugsa ég oftar rökrétt, læt ekki mjónuþrjáhyggjuna stjórna mér því mér líður svo vel í fráhaldi. Ég segi ekki að ég svífi alla daga um á einhverju skýi og að þetta sé ekkert mál eða jú, þetta er ekkert mál en inn á milli fæ ég brjálaða löngun í bara eitthvað. Það er ekkert eitthvað ákveðið kolvetni sem mig langar í heldur bara þessi vani og nartlöngun.

Og talandi um vana, ég hef svo mikinn tíma í að gera ekki neitt og bara vera ég. Hér áður var ég að skipuleggja hvað ég ætlaði að borða, að borða, líða illa eftir að hafa borðað eitthvað, ákveða hvenær ég ætlaði í megrun næst, hvernig megrunin ætti að vera, vera í megrun, ákveða að hætta í megrun. Hugurinn var alltaf í þessum pælingum, annað hvort var ég rosalega glöð því ég stóð mig svo vel í þessum eða hinum kúr eða rosalega pirruð og svekt af því ég var búin að klúðra enn einu megrunartrixinu.

Finnst rosalega gott að hafa svona bloggsíðu, hér get sagt allt það sem ég er að hugsa bæði á fundum og bara yfir höfuð. Ég er ekki ennþá komin á það stig að tala mikið á fundum, finnst æðislegt að hlusta á hinar sem vilja deila. Er alltaf í miklum pælingum og meðtek alveg rosalega mikið það sem hinir á fundunum eru að segja og svo ótrúlega margt sem ég á sameiginlegt með öllum á fundum en ég verð bara svo rosalega stressuð ef ég er búin að ákveða að segja eitthvað og þegar kemur að mér fer allt rugl og ég bulla eitthvað og tala svo hratt að ég man ekki einu sinni hvað ég sagði.

Ég er alveg rosalega þakklát og glöð að vera í fráhaldi.

Takk allar GSA píur fyrir að vera í fráhaldi með mér :)

- Ella -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

Hæ Ella mín..það er líka gott að hlusta á þig og lesa það sem þú skrifar...takk fyrir að vera í fráhaldi með mér líka og gangi þér vel.......þú ert hetja

Brussan, 19.5.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: María

Takk sömuleiðis fyrir að vera í fráhaldi og skrifa á bloggið - það hjálpar mér svo mikið.

María, 19.5.2008 kl. 22:54

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Takk Ella mín fyrir að vera þú.

Kristborg Ingibergsdóttir, 19.5.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Marilyn

Takk fyrir að vera í fráhaldi og deila reynslu þinni af því.

Ef það væri bara nóg að vera mjór - ég hélt einmitt að þar yrði ég hamingjusöm, um leið og ég næði kjörþyngd, en hamingjan fann mig löngu áður en það gerðist og það kom holdafari ekkert við heldur hugarfari. 

Marilyn, 20.5.2008 kl. 00:19

5 Smámynd: Helga Dóra

Yndislegt að geta lesið svona blogg, sérstaklega þegar maður missir af fundi.... Var reyndar á einkafundi með sporasponsor, sem var BARA gott.....

Helga Dóra, 20.5.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband