Mánudagur - númer tvö..

Var að koma heim af virkilega góðum fundi.

Er mjög þakklát fyrir að hafa verið á fundi í kvöld, svo yndislegt fólk. 

Finnst svo merkilegt að vera í hópi með fólki sem skilur mig og ég skil það. Hópur af ólíku fólki sem hefur sama vandamál. Skrýtið að heyra þetta fólk tala um nákvæmlega sömu hluti og ég hef verið að baksa í. Svo gott að finna að ég er ekki sú eina klikkaða.

Að finna að ég er ekki sú eina sem er ekki "venjuleg".

Er svo minnistætt atvik sem átti sér stað rétt áður en ég fór í fráhald núna. Var í saumaklúbb og auðvitað var boðið upp á hlaðborð af kolvetnum. Við fórum allar og fengum okkur á diskinn og svo voru allar búnar með sinn skammt og voru bara að spjalla og eitthvað. Engin á leiðinni að fara aftur og hugurinn á mér bara stoppaði ekki, mig vantaði svo að fara aftur og gúffa á diskinn einhverjum kolvetnum og ég bara gat ekki skilið að þær sætu bara og voru að spjalla. Auðvitað var gaman að spjalla en ég hugsaði bara um hvenær þær ætluðu að fara fá sér aftur, því ég vildi nú ekki vera sú eina sem færi ferð númer tvö. Já og þær töluðum um að þetta væri of sætt, það hef ég til dæmis aldrei skilið. Of sætt hvað, það er ekki í minni orðabók.

Og svo þessi stoppari, hvað er það? Var að ræða við einhvern um daginn um þessa magaminnkunaraðgerð. Ég hugsaði stundum um hvort það gæti hjálpað mér, hvort ég ætti að borða mig upp í það að ég væri kandídat í svona aðgerð því ég var ekki nógu þung. En svo hef ég verið að pæla upp á síðkastið. Svona aðgerð myndi aldrei hjálpa mér því ég kann ekki að stoppa. Ég veit ekki hvað það er að stoppa, veit ekki hvenær ég er búin að fá nóg. Ég borða bara og borða og tveir bitar myndu aldrei nægja mér þó svo að ég væri orðin södd. Það er nefnilega talað um að maður þarf bara að borða nokkra bita og þá verður maður saddur. Það hjálpar mér ekki neitt, tveir bitar gera ekkert fyrir mig. Kannski tvöhundruð tuttugu og tveir en aldrei tveir. Ég er veik í höfðinu og aðgerð sem minnkar magann á mér hjálpar mér ekki neitt. Þess vegna hjálpar vigtin mér, hún segir mér nákvæmlega hversu mikið ég þarf.

Ég er samt ekkert að setja út á magaaðgerðir. Finnst bara gott að ég skildi að þessi leið hjálpar mér ekki.

En já, ég er þakklát fyrir að hafa fundið mína leið.

Einn dag í einu, eina mínútu í einu og stundum eina sekúndu í einu.

Takk fyrir mig.

 - Ella -  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

guð ég kannast svo við þetta ... ætlar enginn að fara aðra ferð ... takk fyrir að vera í fráhaldi

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:52

2 Smámynd: María

Takk fyrir að vera í fráhaldi og takk fyrir fundinn í kvöld.

Já hvort ég þekki þetta með að fara aðra og þriðju ferðina og svo náttúrulega kolvetnin sem voru stundum bara á stofuborðinu og ég sú eina sem teygði mig í þetta um leið og einhver önnur (þannig að ég fékk kannski áttfaldan skammt  af því sem þær borðuðu) 

María, 12.5.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Helga Dóra

Gangi þér vel sæta....... Þetta er bara yndislegt... Það er pottþétt algjört helvíti að vera í ofáti en vera með svo lítinn maga að maður getur ekki borðað.... OJ, langar ekki þangað....

Helga Dóra, 12.5.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Hafrún Kr.

já of sætt hvað er það?

Og einmitt ætlar enginn að fara aftur?

Eins og þegar ég fór í saumó á sínum tíma þá bjó ég alltaf til tvöfalt því þá gat ég borðað í saumó og svo komið heim og klárað einfalda réttinn sem var eftir þar.

En takk fyrir að vera í fráhaldi. 

Hafrún Kr., 13.5.2008 kl. 01:14

5 Smámynd: Sykurmolinn

Ég fór í endajaxlatöku fyrir nokkrum árum, teknir 3 jaxlar, borað í kjálkabeinin og skorið og saumað og alles.  Ég átti að vera á fljótandi í nokkra daga á eftir en ég lét manninn minn kaupa pizzu um kvöldið og ég saug hana bara   Ég einfaldlega læt EKKERT stoppa mig þegar mig langar að borða.  Þannig að svona hjáveituaðgerð myndi t.d. aldrei hjálpa mér.  Því þetta er í hausnum mínum.

Ég hef engan stoppara, ekkert sens fyrir því að eitthvað sé "of sætt" (er það yfir höfuð hægt spyr ég nú bara?).....  Og ef ég gat ekki borðað eins mikið og mig langaði í veislum, saumó eða þ.h. þá bara kom ég við í næstu lúgusjoppu á heimleiðinni.  Ég átti það sko inni!!!

Það er svo gott að vita að maður er ekki einn.  Takk fyrir að vera í fráhaldi með mér

Sykurmolinn, 13.5.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Marilyn

Málið er ekki hungur - málið hefur aldrei verið hungur. Hungur getur ýtt undir átkast en málið er að hausinn þarf mat og mikið af honum.

5% magi er bara 5% líf fyrir mér. Að vera með munn en geta ekki ofétið - það væri versta martröð mín. 

Marilyn, 13.5.2008 kl. 12:42

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Vá hvað ég þekki þetta með næstu ferð. Og einmitt OF sætt eða bara OF eitthvað það var aldrei NÓG. Takk fyrir að vera í fráhaldi.

Kristborg Ingibergsdóttir, 13.5.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband